Leita
Íslenska
Vöruflokkar
  Valmynd Loka
  Til baka

  Getum við greint persónuleika katta eftir lit ?

  Vissir þú að við getum mögulega haft hugmynd um persónuleika katta miðað við lit feldsins?

  Svo það sé á hreinu er engin vísindaleg rannsókn sem sannar þessa tilgátu, hún er aðeins gerð til gamans.


  Hér eru persónueinkennni katta út frá lit: 

  Svartir Kettir

  Svartir kettir eru rólegir, viðkvæmir og gæfir. Svartir kettir elska þægindin sem fylgja fjölskyldulífi og vanalega ná samleið með flestum manneskjum og dýrum.

  Rauðir Kettir

  Rauðir og appelsínugulir kettir eru ástríðufullir, orkumiklir og óttalausir. Þeir eru miklir aðdáendur náttúrunnar og útiverunnar. Gefðu kisa klórustaur og hann verður sáttur klukkustundum saman. Þegar kemur að sambandi þeirra við mannfólkið eru þeir varkárir við ókunnuga og taka þeir sér tíma til að treysta nýju fólki.

  Hvítir Kettir

  Hvítir kettir eru jafn flóknir og þeir eru fallegir, maður þarf að kunna að nálgast þá. Þeir eru einfarar og þurfa tíma og þolinmæði til að tengjast manneskjum en það þýðir ekki að þeir hafa ekki ást að gefa, þvert á móti!. 


  Gráir Kettir

  Gráir kettir eru mjög gáfaðir og virkilega athugulir. Þeir geta legið í bælinu sínu í marga tíma og fylgst með öllu sem gerist í kringum þá í ró og næði sem aðrir kettir eiga erfitt með að fylgja eftir. Þeir elska að kúra og geta eytt mörgum tímum í dekri.  


  Bröndóttir Kettir

  Bröndóttir kettir eru virkilega snjallir og sjálfstæðir, vel gefnir og ástúðlegir. Þeir elska að leika og veiða og það veitir þeim mikla ánægju að bjóða mannfólkinu veiði dagsins. 

  Yrjóttir Kettir

  Yrjóttir kettir eru mjög fjölbreittir í lit – svartur og hvítur, hvítur og rauður, hvítur og bröndóttur eða með alla litina. Þegar kemur að persónuleikanum, eru þeir mögulega blanda af þeim litum sem þeir bera. Almennt eru þeir extrovert, líflegir og forvitnir.  Heldur þú að það sé hægt sé að meta persónuleika kisa út frá lit ?

  Bull eða ekki, sama hvernig þeir eru á litin og hvernig persónur þeir eru þá eru kettirnir okkar allir frábærir á sinn hátt 😉

  Athugasemdir
  Skildu eftir athugasemd Loka