Search
English
All Categories
  Menu Close
  Back to all

  HAMSTRAR: HEILBRIGÐAR OG HREINAR TENNUR.


  Hamstrar eru partur af nagdýra fjölskyldunni sem bendir til þess að þeir naga næstum allt sem þeir komast í. Til að halda tönnunum hreinum og heilbrigðum þarf að skoða þær reglulega.

   

  HAMSTRA TENNUR

  Hamstrar eru með 16 tennur: tvær efri og tvær neðri rótopnar framtennur, sem þýðir að þær vaxa stöðugt, og svo jaxla.
  Hamstrar með sínar krúttlegu kinnar hafa hvorki vígtennur né forjaxla og tennurnar á þeim eru ekki hvítar heldur gular eða appelsínugular á litinn.
  Einnig eru neðri tennur þeirra lengri en þær efri, svo ekki láta þér bregða, það er algjörlega eðlilegt!
  Það sem þarf að hafa áhyggjur af er ef tennurnar brotna, vaxa skakkt eða það koma holur eða skemmdir. Þá er um að gera að skella sér til dýralæknis!


  HVERNIG Á AÐ HALDA TÖNNUNUM Í RÉTTRI LENGD.

  Í náttúrunni halda nagdýr lengd tannana í skefjum með því að naga laufblöð og greinar. Þegar þau búa á heimilum er það á okkar ábyrgð að hjálpa til. Það er mikilvægt vegna þess að ef þau geta ekki lokað munninum almennilega geta þau ekki nært sig nógu vel og það gæti skaðað heilsu þeirra.
  Sumir vísindamenn hafa reiknað vöxt framtanna hamstra og séð allt að millimeters vöxt á tveggja daga fresti. 

   

  Það besta sem við getum gert er að ganga úr skugga um að hamsturinn hafi greinar af ávaxtatrjám til að naga. Annars eru líka allskonar nammi og leikföng í boði sem aðstoða við óhóflegan vöxt framtannana. 


  SKEMMDIR Í TÖNNUM. 

  Hamstrar fá líka holur og skemmdir í tennurnar! Þegar það gerist er nauðsynlegt að leita til dýralæknis.
  Til að reyna að forðast holur og skemmdir er góð næring mjög mikilvæg. Blanda af soja fræjum, hirsi, sólblómafræjum, höfrum og hörfræjum veitir góða vörn gegn tannskemmdum. Til að toppa það er gott að bæta við ferskum og þurrkuðum ávöxtum og grænmeti. 

   

  Comments
  Write a comment Close