Search
English
All Categories
    Menu Close
    Back to all

    HVAÐ MEGA NAGGRÍSIR EKKI BORÐA?

    Ávextir og grænmeti eru ómissandi í mataræði naggrísa. En það eru nokkur matvæli sem þeir ættu ekki að fá og annað sem gæti verið skaðlegt ef það er gefið í óhófi. 

     

    Naggrísir eru nýfælnir, sem þýðir að þegar þeir byrja að borða eitthvað þá vilja þeir oft síður prófa eitthvað annað. Það er því mikilvægt að gefa þeim fjölbreyttan mat frá ungum aldri. 

     


    MATUR SEM MÁ EKKI GEFA NAGGRÍSUM.

    KJÖT 

    Naggrísir eru grasætur og hvers kyns kjöt geta valdið alvarlegum vandamálum í meltingarkerfi þeirra. 

    MJÓLKURVÖRUR

    Líkt og með kjötið þá eru naggrísir grasætur og ættu ekki að fá mjólkurvörur eins og mjólk, jógúrt, osta og rjómaost. Það gæti valdið magavandamálum t.d. niðurgang. 

    AVOCADO

    Naggrísum gæti líkað vel við bragðið af því, en ekki ætti að gefa þeim avocado. Það er með mjög hátt fituinnihald. Jafnvel ef þú vilt að naggrísinn þinn þyngist þá er avocado ekki hentugur kostur. 

     


    HAFRAR

    Hafrar eru kolvetni sem brotna hratt niður í sykur í meltingarveginum. Hafrar eru einfaldlega ekki matur sem er ætlaður naggrísum. 

     


    ÁFENGI

    Naggrísir eru viðkvæm dýr og jafnvel dropi af áfengi í munninn gæti skaðað heilsu þeirra alvarlega. 

     

    FRÆ

    Naggrísir ættu ekki að borða fræ. Eftirfarandi eru aðeins nokkrar ástæður þess að fræ eru ekki góð fyrir naggrísi. 

     

    • Fræ eru með mikið fituinnihald. 

     

    • Fræ innihalda sykur og sterkju sem geta valdið breytingum á meltingarbakteríum, vandamálum í þörmum og offitu. Naggrísir hafa ekki sjálfsstjórn þegar kemur að því að borða svo það er á okkar ábyrgð að halda þeim heilbrigðum. 

     

    • Mjúk fræ eins og þau sem finnast náttúrulega í papriku, gúrku og tómötum eru örugg. Á hinn bóginn geta naggrísir kafnað á fræjum úr til dæmis eplum, vatnsmelónum og appelsínum. Þess vegna þarf að fjarlægja þau. 

       

    SUMT GRÆNMETI

     

    • Rabbabari er eitraður fyrir naggrísi. Forðastu að gefa þeim það jafnvel í hófi vegna mikils magns af oxalsýru. 

     

    • Laukur og hvítlaukur valda uppþembu og lofti í maga naggrísa. Þeir hafa enga leið til að hleypa þessu auka lofti úr líkama sínum, ólíkt mönnum. Laukur gæti einnig leitt til blóðsjúkdóma.

     

    • Iceberg salat er ekki eitrað, en getur valdið heilsufarsvandamálum. Það hefur lítið sem ekkert næringargildi fyrir naggrísi og getur valdið uppþembu og niðurgangi. 

     

    • Kartöflur eru ríkar af kolvetnum og kalsíum svo naggrísir ættu ekki að borða þær.

     

    • Blaðlaukur og graslaukur flokkast undir lauk og gæti valdið blóðsjúkdómum. 

     

    • Jalapenos eru alls ekki æskileg fæða fyrir naggrísi og geta valdið vandamálum í maga og meltingarfærum naggrísa. 

     

    • Strengjabaunir eru eitraðar fyrir naggrísi. 

     

    • Engifer er einnig óæskilegur vegna mikils magns sykurs og kalsíum. 


    FJÖLVÍTAMÍN - VIÐBÓT 

    Almennt ætti ekki að gefa naggrísum fjölvítamín þar sem það gæti leitt til of mikils magns vítamína og steinefna sem er skaðlegt naggrísum. Það er betra að ráðfæra sig við dýralækni áður en þú gefur einhverja fjölvítamín uppbót. 

     


    SAMSETT KANÍNUFÓÐUR

    Kanínufóður eins og nafnið gefur til kynna er ekki ætlað naggrísum vegna lítils magns C-vítamína og mikils magns D-vítamína. Kanínufóður inniheldur stundum einnig lyf sem kemur í veg fyrir hníslabólgu, sem getur gert naggrísi mjög veika.

    SÚKKULAÐI

    Súkkulaði inniheldur mikið magn af sykri, fitu og kolvetnum svo það er ekki æskilegur matur fyrir naggrísi. 

     


    EIK

    Eikar Plöntur eru eitraðar naggrísum. Þær geta valdið niðurgangi, miklum verkjum í kvið og tapi á áhuga á að borða sem getur leitt til dauða. 

     


    BRAUÐ

    Naggrísir ættu ekki að borða brauð þar sem það er búið til úr korni. Brauð getur valdið offitu og verið köfnunarhætta.

    KAFFI

    Kaffi inniheldur koffín sem truflar svefnrútínu þeirra og getur gert þá þreytta og örmagna. 

     


    SALT

    Margt grænmeti hefur nú þegar sölt og steinefni. Of mikið salt getur leitt til myndunar þvagblöðru steina í naggrísum. 

     


    SÆLGÆTI

    Aftur, hvers kyns sætindi eru skaðleg naggrísum. Sykur getur valdið alvarlegum heilsufarsvandamálum eins og blindu, sykursýki, þyngdaraukningu og meltingartruflunum. 

    SÚRAR GÚRKUR 

    Súrar gúrkur innihalda edik sem getur valdið ertingu og öðrum húð tengdum vandamálum hjá naggrísum. Súrar gúrkur geta einnig valdið meltingarvandamálum. Forðast skal allt súrsað eða pæklað grænmeti, þar með talið ólífur og svipaðan mat. 

     


    RÚSÍNUR

    Rúsínur innihalda mikinn sykur og oftast viðbætt rotvarnarefni.

    KÓKOS

    Kókos er ekki gott fyrir naggrísi. Það er fituríkt og næringarinnihald þess getur leitt til æðakölkunar og lifraskemmda hjá naggrísum. 

     


    ELDAÐUR MATUR

    Sem grasætur kjósa naggrísir að borða hráan mat. Eldaður matur hefur tilhneigingu til að hafa minna næringargildi og getur valdið skemmdum í meltingarvegi naggrísins. Fyrir utan það eru naggrísir með tennur sem eru alltaf að vaxa og skiptir það sköpum fyrir þá að tyggja harðan mat.

    SVEPPIR

    Naggrísir ættu ekki að borða villta sveppi þar sem margir sveppir eru eitraðir. Þeir geta fengið ræktaða sveppi en það hefur lítið sem ekkert næringargildi fyrir naggrísi svo það er best að sleppa því. 

     


    HRÍSGRJÓN
     

    Ekki á að gefa naggrísum hrísgjón vegna þess að þau eru kornmeti, og soðin eru þau elduð og þar með ekki æskileg fæða.

     


    RUSLFÆÐI

    Flest ruslfæði er ríkt af fitu og kolvetnum. Að gefa þeim ruslfæði getur valdið óhóflegri þyngdaraukingu og ýmsum heilsufarsvandamálum. 

    HNETUR

    Hnetur hafa mikið magn af fitu og sem getur leitt til óæskilegrar þyngdaraukningar. 

     


    ÓÞVEGIÐ GRÆNMETI OG ÁVEXTIR

    Skordýraeitur getur verið á yfirborði grænmetis og ávaxta og þess vegna mikilvægt að þvo allan mat vandlega.

     


    MATUR ÆTLAÐUR ÖÐRUM DÝRUM

    Öll dýr hafa mismunandi næringarþarfir og ekki ætti að gefa naggrísum neinn mat sem ekki er ætlaður þeim nema í samráði við dýralækni. 

     


    ÖRBYLGJU POPP

    Naggrísir geta ekki borðað örbylgju popp. Það inniheldur salt og önnur óæskileg innihaldsefni, einnig getur verið köfnunarhætta.

     


    KRYDDAÐUR MATUR

    Naggrísum er ekki ætlað að borða sterkan mat eins og chili eða heitan pipar. Kryddaður matur getur valdið verkjum í maga naggrísa.

    TE

    Te getur innihaldið jurtir sem naggrísir mega ekki fá sem og koffín. 

     


    GAMALL MATUR

    Ekki er gott að gefa naggrísum gamlan mat. Gott er að hafa matvælin í ílátum sem halda matnum ferskum. 

     


    DÖÐLUR

    Döðlur innihalda mikið magn af sykri sem er ekki gott fyrir naggrísi. 

     


    UNNAR MATVÖRUR

    Matur eins og pasta, franskar, tortillur, ristað brauð, hunang, ís, egg og kex er ætlaður mannfólki og ætti ekki að vera gefinn naggrísum. 

     


    MATUR SEM MÁ GEFA Í HÓFI

    ÁVEXTIR

     

    • Steinávextir eins og apríkósur, ferskjur og plómur þarf að gefa naggrísum í hófi vegna þess að þeir innihalda blásýru og mikinn sykur.

     

    • Framandi ávexti eins og papaya, mangó, mandarínur og fleira þarf að gefa í hófi og ekki á hverjum degi. Dagleg neysla getur valdið alvarlegum meltingarvandamálum og miklum kviðverkjum af völdum hindrana í þörmum. 

     

    • Banana þarf að gefa í litlu magni því þeir geta valdið hægðatregðu ef gefnir í miklu magni. 

     

    • Perur gefnar í miklu magni geta valdið niðurgangi. 

     

    • Kiwi, sítrónur og mandarínur geta valdið pirringi í munni naggrísa.

     

    • Vatnsmelónur ætti einnig að gefa í hófi vegna mikils magns sykurs. 

     

    • Drekaávöxt ætti að gefa aðeins 2-3 sinnum í viku í litlum skömmtum. Þeir innihalda mikið magn af sykri og kalki sem er ekki gott fyrir naggrísi. 

     

    • Einnig þarf að gefa ávexti eins og kirsuber, epli, hindber, jarðaber, ananas, fíkjur, bláber og fleiri í hófi til að halda sykurneyslu í skefjum. 

     


    SUMT GRÆNMETI

    Þó að naggrísir séu grasætur, þá eru sum grænmeti sem ætti að gefa í hófi. 

     

    • Naggrísir mega fá tómata en tómat blöðin og stilkarnir eru eitraðir. 

     

    • Grænar baunir eru góðar fyrir heilsuna en ef gefið er of mikið getur það leitt til myndunar þvagblöðru steina vegna mikils magns af kalsíum. 

     

    • Aspas er þvagræsandi og inniheldur mikið af kalki. Mikil kalkneysla getur leitt til myndunar nýrnasteina og því ætti að gefa aspas aðeins einu sinni eða tvisvar í viku. 

     

    • Spínat inniheldur oxalsýru og kalsíum, því ætti ekki að gefa það oft.

     

    • Spergilkál er ríkt af B5, A og C-vítamínum en það inniheldur einnig oxalöt sem geta valdið magavandamálum. Svo skammtastærðirnar ættu að vera litlar. 

     

    • Gulrætur eru góð næring fyrir naggrísi. Þær innihalda mikinn sykur og er því ráðlagt að gefa gulrætur aðeins tvisvar í viku í litlu magni. 

     

    • Gefa þarf papriku og rófur í hófi vegna sykurs og oxalsýru innihalds.

     

    • Radísur innihalda mikið af natríum og kalsíum, svo betra er að gefa radísur í hófi.

     



    C-VÍTAMÍN BÆTIEFNI

    C-vítamín eru nauðsynleg fyrir naggrísi en með réttu fæði ætti ekki a vera þörf fyrir uppbót. 

    RAUÐRÓFUKÁL (BLÖÐ)

    Blöðinn innihalda mikið kalsíum og oxalöt sem geta valdið þvagblöðru steinum og meltingartruflunum, svo þau ætti að gefa í hófi. 

     


    ÁVAXTASAFI

    Það er betra að gefa naggrísum aðeins vatn vegna þess að ávaxtasafi inniheldur mikið magn af sykri. 

    STEINSELJA

    Steinselja er holl fyrir naggrísi, en hún inniheldur mikið magn af kalsíum og oxalöt. Svo ráðlagt er að gefa steinselju aðeins einu sinni eða tvisvar í viku. 

     


    SELLERÍ

    Sellerí er góður matur fyrir naggrísi. Hins vegar þarf að skera það í litla bita og gefa það aðeins nokkrum sinnum í viku vegna magns oxalata og natríums sem það inniheldur. 

     


    JURTIR

    Gefa þarf jurtir eins og oregano, rósmarín, myntu og basiliku í hófi því þær innihalda mikið kalk.

     

    AÐ LOKUM

    Til þess að vera ábyrgur eigandi er mjög mikilvægt að vita hvað naggrísir mega og mega ekki borða. Þetta eru mjög viðkvæm dýr og þess vegna þarf að vita hvað þarf að halda úr fæðu þeirra. 

     

    HEIMILDIR

    https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/21217849/

    https://academic.oup.com/jn/article-abstract/63/1/65/4775687?login=false

    https://academic.oup.com/jn/article-abstract/18/2/155/4727054?redirectedFrom=fulltext&login=false

    https://www.hilarispublisher.com/open-access/the-effects-of-diet-on-anatomy-physiology-and-health-in-the-guinea-pig.pdf

    https://www.guineapigtube.com/category/foodanddiet/

    https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/1481206/

    https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/1431497/

    https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12791628/

    https://oaktrust.library.tamu.edu/bitstream/handle/1969.1/90547/Bull1049a.pdf?sequence=9&isAllowed=y

    https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7150066/

    https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7150066/

    https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23195951/

    https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC7150080/

    Comments
    Write a comment Close