Search
English
All Categories
  Menu Close
  Back to all

  KOSTIR FYRIR BÖRN AÐ ALAST UPP MEÐ HUNDUM.

   

  Flest höfum við heyrt talað um það að hundar séu bestu vinir mannsins, börn eru þar engin undantekning. 

  Á sérstakan hátt eru hundar kjörinn félagsskapur fyrir börn. 

   

  Félagsskapur hunda. 

   

  Hundar eru taldir hafa þann óvenjulega hæfileika að geta lesið líkamstjáningar og skynjað tilfinningar okkar og í kjölfarið haft upplífgandi áhrif.

   

  Kostir hunda fyrir börn.

   

  Fyrir börn getur tilvera hunds á heimili haft jákvæð áhrif á félagslíf og þroska barna. 

  Hundar eru frábærir leikfélagar. Það þarf að fara með þá í göngutúra og leika við þá sem hvetur börnin til hreyfingar og eykur útiveru. 

  Börn taka þátt í að sinna þörfum hundsins. Þetta gerir þeim kleift að læra ábyrgð og að taka á sig sínar fyrstu litlu skyldur og skuldbindingar.

  Auk þessara atriða er einnig félagslegur þáttur.
  Börn með hunda hafa tilhneigingu til að vera félagslyndari og getur verið auðveldara fyrir þau að eignast nýja vini og rækta sambönd. 

  Að auki kenna hundar börnum skilyrðislausa og óeigingjarna ást. 

   

   

   

  Kostir hunda fyrir orkumikil börn.

   

  Félagsskapur hunda getur líka verið frábær fyrir orkumikil börn. 
  Samband jafningja myndast milli hunds og barns. Engin gagnrýni eða ámæli, bara loðinn vinur til að leika við.
  Þetta getur hjálpað virkum börnum að styrkja sjálfstraustið sitt.
  Tilvist hunds á heimili léttir á streitu og hefur róandi áhrif: hjartsláttur hægir á sér og ótti og kvíði víkur fyrir kúri. 

   

   

   

  Jákvæð áhrif hunda á heilsu barna. 

   

  Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hunda á heilsu barna.
  Þær hafa bent á að börn sem fæðast inn á heimili með hundum geta haft minni líkur á að þróa með sér astma, ofnæmi og exem.
  Einnig virðast þau síður fá eyrna- og öndunarfæra sýkingar.

  Þetta þýðir þó ekki að það sé gott að koma með hund inn á heimili barna sem eru nú þegar með astma.    

   

  Þar sem hver hundur hefur sína persónu, eins og menn, er mikilvægt að velja réttan hund.
  Hentugar tegundir eru meðal annars Írskur setter, Labrador og Beagle, sem eru orkumiklir barnahundar. 

  Börn og hundar eru mjög lík á vissan hátt, svo að alast upp með hundi er eins og að búa með félaga sem þau geta lært af og notið félagskapsins. 

   

  Comments
  Write a comment Close